School to Go – fjarnám á úkraínsku

Í gær, 7. desember, var kynningarfundur í húsakynnum Háskóla Íslands fyrir úkraínskar fjölskyldur á námi á móðurmálinu sem þeim stendur til boða hér á Íslandi. Sérstaklega var kynnt nýr möguleiki, SchoolToGo, sem er fjarnám sem fylgir úkraínskri námskrá sem nú er í boði fyrir úkraínsk börn á grunnskólaaldri hér á Íslandi (https://schooltogo.online/en/).

Móðurmál – samtök um tvítyngi hefur tekið að sér að vera tengiliður við slóvakísk samtök sem hafa gert samkomulag við Menntamálaráðuneytið í Úkraínu en kennsluna annast úkraínskir kennarar. Börn um alla veröld sem hafa þurft að flýja heimalandið stunda nú fjarnám á vegum SchoolToGo og ættu því að vera betur undirbúin til að halda áfram námi heima í Úkraínu þegar þau snúa til baka.

Móðurmál ásamt tengiliði Reykjavíkurborgar við flóttafólk, Oksana Shabatura, veita nánari upplýsingar um hvernig fjölskyldur geta innritað börnin sín fyrir vorönn 2024. Námið er fjölskyldum ókeypis.

Upplýsingar veita:

Oksana Shabatura, Miðja máls og læsis, Reykjavík:  oksana.shabatura@reykjavik.is

Anna Trish, School to Go, Slóvakía: anna.trish@schooltogo.sk

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=9IKF6O_w1oY

Frekari upplýsingar: https://t.me/school_togo

Jóladagatal á 24 tungumálum

Opnið glugga að heiminum í desember

(English below)

Samtökin Móðurmál kynna til leiks skemmtilegt jóladagatal: Heimsins jól – fjöltyngt jóladagatal. Á hverjum degi í desember verður hægt að opna fyrir jólakveðju á einu af þeim 100 tungumálum sem töluð eru á Íslandi og 7000 tungumálum sem töluð eru í heiminum. 

Í skólastarfi verður hægt að nota jóladagatalið sem hluta af vitundarvakningu um tungumál og þá auðlind sem felst í því að geta talað fleiri en eitt eða tvö tungumál. Jóladagatalið verður að finna á vef og samfélagsmiðlum undir “Móðurmál – samtök um tvítyngi”.

Það er öllum opið að dreifa því og nota í því samhengi sem gæti átt við. Kennarar eru hvattir til að hefja alla skóladaga í desember með því að opna “glugga” að heiminum, bera saman tungumálin, skoða hvar þau eru töluð o.s.frv. Hægt verður að láta börn og ungmenni skreyta veggi skólans með jólakveðjum á mismunandi móðurmálum.

Jóladagatalinu fylgja leiðbeiningar og hugmyndir um notkun þess í kennslustofunni. Tilgangurinn er m.a að vekja athygli á því að fjölbreytni og fjöltyngi eru mikið ríkidæmi en sú áhersla tengist bæði Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálanum. 

Heimsins jól – fjöltyngt jóladagatal er á vegum Samtakanna Móðurmáls og birtist í samstarfi við íslensku UNESCO nefndina, Vigdísarstofnun, Reykjavíkurborg, Miðju máls og læsis, Hólabrekkuskóla og Fellaskóla.

Kristín R. Vilhjálmsdóttir er hugmyndasmiður jóladagatalsins og vinnur verkefnið fyrir Samtökin Móðurmál.

Sjá jóladagatalið hér

Open the Window to the World in December

Móðurmál – the Association on Bilingualism presents a fun Christmas calendar: The World´s Christmas  – A Multilingual Calendar. Every day in December it will be possible to open a Christmas greeting in one of the 100 languages ​​spoken in Iceland and 7000 languages ​​spoken in the world.

The calendar is here.

In schools, it will be possible to use the Christmas calendar as part of raising awareness about languages and the treasure of being able to speak more than one or two languages. The Christmas calendar can be found on the website and social media under “Móðurmál – the Association on Bilingualism”.

It is open to everyone to distribute it and use it in the context that may be relevant. Teachers are encouraged to start every school day in December by opening a “window” to the world, comparing the languages, looking at where they are spoken, etc. Children and young people could decorate the walls of the school with Christmas greetings in different mother tongues.

The Christmas calendar comes with instructions and ideas for using it in the classroom. The purpose is, among other things, to draw attention to the fact that diversity and multilingualism are a great asset, which is an emphasis related to both the United Nations’ Sustainability Development Goals and the Convention on the Rights of the Child.

The World’s Christmas – Multilingual Calendar is organized by the Móðurmál – the Association on Bilingualism and it is published in collaboration with the Icelandic UNESCO Committee, Vigdís International Center of multilingualism and intercultural understanding, the City of Reykjavík´s Center for Language and Literacy, and the compulsory schools Hólabrekkuskóli and Fellaskóli.

Kristín R. Vilhjálmsdóttir is the creator of the Christmas calendar and works on the project for Móðurmál.

Samið um móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs skrifaði undir samning við Pólska skólann og samtökin Móðurmál, á dögunum, sem gerir móðurmálskennslu á þeirra vegum gjaldfrjálsa fyrir börn í Reykjavík. Katarzyna Rabęda skrifaði undir fyrir hönd Pólska skólann og Renata Emilsson Pesková fyrir Móðurmál sem eru samtök um tvítyngi.

Geta nýtt frístundastyrkinn í annað

Með samningnum eykst stuðningur við Móðurmál og Pólska skólann svo að þeirra mikilvæga kennsla verði endurgjaldslaus fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Þannig verði tryggt aðgengi að móðurmálskennslu án tillits til efnahags og stuðlað að því að börn geti fengið kennslu í sínu móðurmáli án þess að nýta sinn frístundastyrk. Um leið gefst tækifæri til að nýta frístundastyrkinn í aðrar frístundir sem er mikilvægt og nauðsynlegt öllum börnum.

Reykjavíkurborg mun greiða gjöld barna á aldrinum þriggja til sextán ára, með lögheimili í Reykjavík sem stunda nám í sínu móðurmáli við samtökin.

Samþykktu viðbótarfjármagn fyrir kennsluna

Borgarráð samþykkti samninginn á fundi 19. október síðastliðinn sem og að veita auka fjármagn vegna þessa þar sem ekki er gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsramma skóla- og frístundasviðs. Samningurinn gildir þetta skólaár og er viðbótarskref í að styðja við móðurmálskennslu barna með fjölbreyttan tungumála bakgrunn. Fram að þessu hafa bæði Pólski skólinn og Móðurmál þurft að reiða sig á staka styrki. Reykjavíkurborg hefur fram að þessu stutt vel við kennsluna með því að útvega húsnæði fyrir kennsluna og í formi styrkja.

Á myndinni eru fulltrúar Móðurmáls, Pólska skólans, skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og þar á meðal starfsfólk Miðju og læsis.

Myndband var gert um starfsemi Móðurmáls sem má sjá hér.

Angurværð – premiere

On Sunday, 24 September, was the premiere of Magnús Gíslason ´s (14)
short movie Angurværð. The movie was produced by his company Krían Films and shown at Bíó Paradís in Reykjavík, Iceland. Angurværð means melancholy in Icelandic and it tells about several days in the lives of immigrant youth in Breiðholt in Reykjavík. Themes such as bullying, immigration, asylum-seeking, and bilingualism are addressed.
Móðurmál – the Association on Bilingualism is very proud of Magnús who has attended Spanish mother tongue classes since he was two years old and produced his movie in Icelandic and Spanish, with English subtitles, together with his classmates and friends.
Magnús is very interested in movie-making. He received a grant from the Icelandic funding agency Rannís and collected funds at Karolina Fund to be able to rent the equipment necessary for making his first serious movie.
This event was co-organized by Móðurmál on the occasion of the European Day of Languages and guests could choose from free books in various languages from Bókasafn Móðurmáls, play language games from the exhibition Mál í mótun (Shaping Language(s)) in Veröld – Hús Vigdísar, discuss collaboration of immigrant families and schools with a representative of Heimili og skóli – Landssamtök foreldra, and write the word Angurværð in their own language. The event also awakened the interest of Icelandic media, see news here: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-09-24-fjortan-ara-leikstjori-tekst-a-vid-erfid-mal-392381
We wish Magnús a successful career with Krían Films and look forward to his next creations!

“Polish Pie – Pedagogical Innovation in Education”

The Polish School in Reykjavik “im.Janusza Korczaka” is part of the project “Polish Pie – Pedagogical Innovation in Education”. The project is financed by the European Union and  involves partners from Poland, Spain, Italy, Turkey and Iceland. The purpose and aim of the project is to strengthen teaching competency and develop professional skills that enable teachers to successfully teach Polish children living abroad.  

Mariola Bondarow and Kasia Dreksa are the teachers that took part in  the project. Big part of the project is to visit partner countries and take part in training sessions as well as conduct lessons which give an overview over Icelandic nature. Furthermore, these visits give the opportunity to see how the Polish community schools function in partner countries. For more information visit the project on Facebook.

One Dish, One Wish

The One Dish, One Wish event in the social center at Gerðuberg, Reykjavík, connected the 17 Sustainable Development Goals with the languages and cultures of the groups and school of Móðurmál. The event celebrated International Mother Language Day (21 February), as well as the collaboration of Móðurmál – the Association on Bilingualism, the cultural center Gerðuberg, compulsory schools Fellaskóli and Hólabrekkuskóli, and the City of Reykjavík, and their efforts to teach, use and promote all languages of our students.

After a warm welcome from the organizers of the event, Bibiam M Gonzalez Rodriguez, the advocate of the Global Schools Program in Iceland, presented the initiative of the UN Sustainable Development Solutions Network. The mission of this program is to create a world where every primary and secondary school student is equipped with the knowledge, values, and skills necessary for effectively responding to the greatest challenges of this century and shaping a sustainable and prosperous world. Móðurmál works specifically towards goal number 4, Education for all, on target 4.7 which focuses on education for sustainable development, human rights, gender equality, promotion of the culture of peace,  global citizenship education, and appreciation of cultural diversity 

The president of Móðurmál presented representatives of the schools Fellaskóli and Hólabrekkuskóli with posters that show their collaboration and highlight the importance of collaborative efforts to appreciate, recognize, and promote all children´s languages. 

This was followed by music performances of Russian, Thai, Lithuanian, and Arabic groups. After that, children from Spanish, Russian, Thai, Lithuanian, and Arabic groups presented their posters in which they showed the connection between selected recipes from their countries, responsible consumption, and awareness of the importance of protecting the environment. For example, how far do foods need to travel so that we can make our favorite meal? Children presented their work in their languages and the Lithuanian poster was awarded a special prize. After this, everyone was invited to taste the foods that the children presented in their posters. 

Móðurmál is proud to represent and support mother tongue groups and schools in Iceland whose work is entirely based on the volunteer work of parents and teachers. Their work is invaluable for children, families, and society at large.