Heimsins jól – hugmyndir um notkun í kennslu

Samtöl og verkefni um “tungumál dagsins”

  • Hvar er tungumál dagsins talað? Skoðið t.d. Google maps.
  • Hverjir og hversu margir tala tungumálið?
  • Hvaða tungumálafjölskyldu tilheyrir tungumálið?  
  • Hvað hefur það sameiginlegt með íslensku eða öðrum tungumálum sem við þekkjum?
  • Er einhver heimsþekktur sem talar tungumálið?
  • Finnið jólalög á tungumálinu t.d. á Youtube.
  • Skoðið á netinu eða spyrjið manneskjur sem tala tungumál dagsins, hvort einhverjar sérstakar hefðir í tengsl við jól, nýjár eða aðrar hátíðir tengist málsvæðinu.

Fleiri tungumála-jólahugmyndir 

  • Búið til orðalista sem tengjast jólum, nýjári og öðrum hátíðum  á mismunandi tungumálum.
  • Skrifið jólakort á tungumálum sem þið þekkið – til dæmis til ættingja.
  • Finnið jólatónlist (t,d. á Youtube) á ólíkum tungumálum. 

Tungumála-æfingar

  • Hlustið á kveðju dagsins í nokkur skipti og æfið ykkur í að bera setninguna fram.
  • Skrifið jólakveðjuna á (jóla)kort og skreytið á hverjum degi veggina ykkar með nýjum tungumálum.

Samtöl og verkefni um tungumál almennt

  • Hvaða tungumál eru töluð á deildinni, í bekknum, í skólanum, í frístundastarfinu? 
  • Skoðið bækur á ólíkum tungumálum á bókasafninu.
  • Skapið saman tvítyngisbækur á tungumálum barnanna í hópnum.
  • Skrifið (jóla- og hátíðar)sögur á íslensku og öðru/m tungumálum og myndskreytið.
  • Búið til orðalista á tungumálunum í hópnum yfir orð eins og mamma, pabbi, systir, bróðir, amma, afi, ást, velkomin, vinátta, gleði, friður…… 
  • Gerið öll tungumál sýnileg.

 

Gagnlegt efni

 

Tungmálakortið:

Hvada tungumál eru töluð á Íslandi? Tungumálaforði barna og ungmenni á Íslandi var kortlagður 2021 til að efla námsmenningu sem stuðlar að að öll börn átti sig á mikilvægi tungumálsins fyrir sjálfsmynd og tilfinningalíf hvers og eins

Sjá kortið hér 

Ferdalag Löru um tungumál Evrópu:

Fróðlegt efni og skemmtileg veggspjöld á vegum Miðstöð evrópskra tungumála er að finna hér og hér 

 

Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi:

Leiðarvísir á þremur tungumálum um stuðning við virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið fól Móðurmáli – samtökum um tvítyngi að taka saman leiðarvísinn í samstarfi við þá aðila sem best þekkja til á þessu sviði hér á landi.

Sjá leiðarvísinn hér 

Mikilvægir kaflar um fjöltyngi og menningarlæsi í aðalnámskrá grunnskóla:

Kaflarnir eru  7.12, 7.13, 7.14, 7.15. 

Sjá kaflana hér

Breytingar á aðalnámskrá leikskóla vegna barna með íslensku sem annað mál og fjöltyngdra barna:

Sjá kynningu á breytingum hér