Cooperation with SAMFOK and W.O.M.E.N.

Móðurmál started cooperation with SAMFOK, the association of parents of children in compulsory schools in Reykjavík, and W.O.M.E.N., the association of women of foreign origin.

Móðurmál hóf samvinnu með SAMFOK, Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, og W.O.M.E.N., Samtök kvenna af erlendum uppruna, um fræðslu fyrir foreldra af erlendum uppruna sl. haust.
Samstarfið um menntun og velferð barnanna okkar einblínir á áhuga, áhrif og ábyrgð foreldra, samstarf foreldra og skóla, hlutverk foreldra skv. grunnskólalögum, mikilvægi grenndarsamfélags og samvinnu foreldra innan hverfis.
Haldin verða 6 undirbúningsnámskeið og 6 málþing í Reykjavík fyrir grunnskólaforeldra (og foreldra elstu leikskólabarna) með sérstaka áherslu á foreldra af erlendum uppruna. Málþingin verða haldin í janúar – mars 2016. Málþingin verða öll túlkuð, eitt pólskt, eitt litháískt, tælenskt osfrv. og með virkri þáttöku foreldra af erlendum uppruna. Haldin verða undirbúningsnámskeið fyrir fulltrúa foreldra úr hverjum málhóp, þar fer fram gagnkvæm fræðsla og miðlun upplýsinga, og undirbúningur fyrir málþingin. Foreldrar taka þannig virkan þátt í undirbúningi. Málþingin verða öll svipuð að uppbyggingu, en aðlöguð hverjum málhóp. Það verða erindi foreldra af erlendum uppruna, fulltrúa SFS, fræðsla frá SAMFOK og samtökunum Móðurmál og hópastarf. Málþingin verða ókeypis og öllum opin. Niðurstöður og umræður hópastarfsins vill SAMFOK nýta m.a. til að útbúa verkfærakistu foreldra í fjölmenningarlegu foreldrastarfi í samstarfi við 2-3 grunnskóla í Reykjavík.