Móðurmál og heimsmarkmiðin

*English below

Undanfarið ár hefur Móðurmál – samtök um tvítyngi unnið að verkefninu “Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og fjöltyngd börn á Íslandi” þar sem móðurmálshópar útfærðu eitt eða fleiri heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í kennslunni. Verkefnið er styrkt af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar og var það upprunalega hugmyndin að vera með ráðstefnu þar sem börn kynntu starfið. Vegna Covid19 þurfti að endurhugsa verkefnið og verður kynningunni miðlað á rafrænan hátt með þessu myndbandi í staðinn. Um leið er hægt að kynnast samtökunum almennt í orðum og myndum í viðtali við Mariu Sastre, formann Móðurmáls.

Myndbandið birtist í tilefni Alþjóðadags menningarlegrar fjölbreytni sem er 21. maí.

*Last year, Móðurmál – the Association on Bilingualism worked on a common project called “The Sustainable Development Goals of the United Nations and Plurilingual Children in Iceland” in which mother tongue schools and groups elaborated on one or more SDGs of the United Nations in their teaching. The project was financially supported by the Human Rights and Democracy Office of the City of Reykjavík. The original idea was to organize a conference during which children would present the work. Due to Covid 19 pandemic, it was necessary to rethink the project and the presentation takes place online instead. At the same time, this is an opportunity to get acquainted with the association in general in words and images through the interview with Maria Sastre, the president of Móðurmál.

The video is released on occasion of “World Day for Cultural Diversity for Dialogue and Development” which is on the 21st of May.