Bókasafn | Library

(English below)

Bókasafn er staðsett á Suðurlandsbraut 6, 2. hæð til vinstri á Aðalræðisskrifstofu Ítalíu. Opnunartíminn er á föstudögum frá kl. 15-17.

Hafið samband við verkefnastjóra okkar, sem aðstoðar með öll mál bókasafnins. Nýjustu upplýsingar um safnið er alltaf að finna á facebooksíðu okkar.

Verkefnastjóri: Rósa Björg Jónsdóttir

Tölvupóstur: bokasafn@modurmal.com

Facebook: https://www.facebook.com/bokasafnmodurmals

Bókasafn Móðurmáls er sjálfboðarekið bókasafn með safnkost á erlendum tungumálum fyrir börn og unglinga. Við eigum líka til eitthvað af bókum fyrir fullorðna á nokkrum tungumálum. Hægt er að gerast lánþegi safnsins á aðeins 1000 kr árgjald (einstaklingur) eða 2000 kr árgjald (millisafnalán).

Safnið var stofnað 2016 og vex ört. Nú getum við boðið upp á efni á 80 tungumálum.  Safnkostur samanstendur af bókum, tímaritum, hljóðbókum, tónlist, mynddiskum og borðspilum. Til að skoða safnkostinn er best að fara á www.leitir.is og nota leitarorðið MODPG og velja því næst tungumál á stikunni til vinstri.

Verkefnastjóri safnsins hefur fengið viðurkenningar á starfi sínu fyrir safnið, Fálkaorðu fyrir eflingu læsis á öðrum móðurmálum en íslensku (2021), frá Ibby á Íslandi í þágu barnamenningar (2020) og Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar í þágu mannréttinda og mannúðar (2020).

Safnið hlaut styrk úr þróunarsjóði innflytjenda til verkefnissins Lestur er bestur á mínu móðurmáli. Fyrir hann náðist að kaupa 177 bækur á 41 tungumáli. Annars er safnkosturinn að mestu gjafir. Jafnframt hefur Reykjavíkurborg styrkt okkur árlega um til að geta borgar hýsingu á gögnum í samskrá íslenskra bókasafna. Við kunnum þeim bestu þakkir. 

Ef þig langar til að styrkja starfsemi safnsins kt. 421101-2990 og reikningur 0133-15-380703

Móðurmál library (text in English)

The library is located at Suðurlandsbraut 6, 2nd floor on the
left in the Consulate of Italy. Opening hours are on Fridays from 15 to 17.

Please contact our project manager who will assist with all questions about
thelibrary. The latest information is always to be found on our Facebook group.

Project manager: Rósa Björg Jónsdóttir

Email: bokasafn@modurmal.com

Facebook: https://www.facebook.com/bokasafnmodurmals

The library of Móðurmál is run on a volunteer basis and it includes books
and other materials for children and youth in foreign languages. We also have
some books for adults in several languages. It is possible to borrow from the
library for only 1000 ISK annual fee (individual) or 2000 ISK annual fee for
interlibrary loans.

The library was founded in 2016 and it continues to grow. We can now offer
materials in 80 languages. You can borrow books, magazines, audio books, music,
DVDs and board games. To see the list, please go to
www.leitir.is
and use the search word MODPG and then select the language on
the pane on the left.

The project manager of the library has received several awards for her work
in the library, the Falcon Order for promoting literacy in other languages than
Icelandic (2021), from Ibby in Iceland for contribution to children´s culture
(2020) and from Siðmennt for promoting human rights and humanity (2020).

The library received a grant from the Developmental Fund of Immigrant
Matters for the project Reading is Best in my Mother Tongue. For that grant,
177 books in 41 languages were bought. Otherwise, the books are mostly gifts.
Reykjavík City has supported us annually with payments to the national library
register. We are thankful for all support. 

If you want to support the work of the library: ID 421101-2990 and account
number 0133-15-380703

 

Online libraries:

Heritage Language Resources Hub

Bloom Library